"FÁÐU JÁ!"

Miðvikudaginn 30. janúar verður stuttmyndin "Fáðu já!" sýnd í grunn- og framhaldsskólum landins. Í myndinni er leitast við að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar og innræta sjálfsvirðingu og jákvæðni í nánum samskiptum.
Kvennaskólinn tekur auðvitað þátt í þessari vitundarvakningu og munu allir nemendur skólans horfa á myndina frumsýningardaginn 30. janúar.
Við hvetjum foreldra til að kynna sér myndina en allir geta horft á myndina á heimasíðunni www.faduja.is á frumsýningardag.
Leikstjóri myndarinnar er Páll Óskar Hjálmtýsson. Handrit myndarinnar gerðu Brynhildur Björnsdóttir, Páll Óskar og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Fáðu já! er styrk af mennta- og menningarmálaráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu og velferðarráðuneytinu í vitundarvakningu Evrópuráðsins um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og unglingum.