Frá Kvennaskólanum í Reykjavík

Laus eru til umsóknar eftirtalin störf framhaldsskólakennara við skólann næsta skólaár, 2013-14:
Efnafræði - 50% starf
Jarðfræði - 50% starf
Sálfræði - 25% starf
Stærðfræði - 75% starf
Uppeldis- og tómstundafræði - 75% starf
Æskileg menntun er meistarapróf í kennslugreininni sbr. lög nr. 87/2008. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skólanum að Fríkirkjuvegi 9. Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k. Ekki þarf sérstakt umsóknareyðublað. Ráðningartíminn er frá 1. ágúst n.k. Launakjör eru skv. kjarasamningi framhaldsskólakennara og stofnanasamningi skólans.
Skólameistari eða aðstoðarskólameistari veita nánari upplýsingar í síma 580-7600.
Skólameistari