Lifandi bókasafn í Kvennaskólanum - Vinnan og námið

Nemendur í félagsfræði 203 standa fyrir lifandi bókasafni þann 13. nóv. nk. Þema safnsins þetta árið er „Vinnan og námið“. Á bókasafninu verða ýmsar „bækur“ sem tala um vinnu sína og menntunina eða kunnáttuna sem þau hafa öðlast.
 
Á bókasafnið  koma t.d. kennari, lögfræðingur, lögreglumaður, kjötiðnaðarmaður og margar fleiri bækur.
 
Lifandi bókasafn fer fram í Uppsölum (U3 og U4) er opið frá kl. 13.30 til 15.30 (fimmtudaginn 13.nóvember).