Jólatónleikar Kvennókórsins

Jólatónleikar Kvennókórsins verða haldnir fimmtudaginn 2. des. kl. 20:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Á dagskránni eru stórskemmtileg jólalög, meðal annars lög eftir Baggalút og gamlir klassískir jólaslagarar. Einnig verður boðið upp á einsöng, dúetta og hljóðfæraleik. 
Ókeypis er inn á tónleikana, en á eftir verður kaffisala í Kvennaskólanum.
Allir eru velkomnir, um að gera að slaka á áður en desemberamstrið tekur við, og njóta stundarinnar og jólanna.
Hlökkum til að sjá alla. 
Kórinn og Gunnar kórstjóri