Myndir frá útskriftardegi

Föstudaginn 25. maí voru útskrifaðir stúdentar frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju og að athöfn lokinni gæddu nýstúdentar, aðstandendur, starfsfólk og afmælisárgangar sér á veitingum í Kvennaskólanum við Fríkirkjuveg.
Myndir frá deginum eru komnar á myndasíðuna og voru þær teknar rétt áður en athöfnin í Hallgrímskirkju hófst og einnig þegar gestir komu og þáðu veitingar á Fríkirkjuvegi. Hægt er að sjá myndirnar með því að smella hér.