Valhópur í eðlisfræði heimsækir Háskóla Íslands

Þórður eðlisfræðikennari fór með Eðl313-valhópinn í heimsókn upp í Háskóla Íslands s.l. föstudag, 1. apríl. Þar tók Hafliði P. Gíslason á móti hópnum og hafði skipulagt hvað krökkunum yrði sýnt. Fyrst var skoðuð rannsóknaraðstaða og ýmis tæki í kjallara VR-III, t.d. ofursegull, smugsjá, tölvugagnaver o.fl. Síðan var farið í VR-I þar sem Ari Ólafsson sýndi hópnum m. a. söngskálina, eldorgelið, óvenjulegan dingul, leysigeisla sem sveigðu í sykurvatnslausn o.fl. Var þetta allt mjög fróðlegt eins og vænta mátti.