Ingveldur Sveinbjörnsdóttir hlýtur viðurkenningu fyrir störf í þágu náms- og starfsráðgjafar.

Að frumkvæði Félags náms- og starfsráðgjafa hefur 20. október verið tileinkaður náms- og starfsráðgjöf á Íslandi frá árinu 2006. Í því tilefni hefur félagið veitt árlega viðurkenningu fyrir störf í þágu náms- og starfsráðgjafar. Að þessu sinni hlaut viðurkenninguna Ingveldur Sveinbjörnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi við Kvennaskólann í Reykjavík.