Dimmisjón

Á föstudag kvöddu útskriftarnemendur skólann og gerðu sér dagamun í tilefni af því að þeirra síðasta prófatörn er að renna upp.
Að venju mættu bekkirnir uppáklæddir í ýmsa búninga og kvöddu kennara og aðra starfsmenn á skemmtun í Uppsölum rétt fyrir hádegi. Um kvöldið fór hópurinn út að borða og var kennurum og öðrum starfsmönnum boðið með.