Ferð á Njáluslóðir 30. nóvember

Njáluferð 2.bekkjar verður föstudaginn 30, nóvermber.  Þeir bekkir sem fara eru 2NA, 2NF, 2NÞ, 2FA, 2FÞ og 2H. Nemendur eiga að mæta klukkan 8:00 fyrir utan Aðalbyggingu Kvennaskólans. Það er mætingarskylda. Þeir sem komast ekki, af óviðráðanlegum ástæðum, verða að tilkynna það á skrifstofu skólans og sækja formlega um leyfi. Áætluð heimkoma er milli kl. 15:00 og 16:00
Nauðsynlegur staðalbúnaður: Húfa, vettlingar, úlpa eða önnur skjólflík, góðir skór, nesti til þess að borða í hádeginu eða peningur til þess að kaupa sér eitthvað að borða í hádeginu og síðast en ekki síst; geðslag Gunnars á Hlíðarenda fremur en Hallgerðar langbrókar; sem sagt góða skapið.