Ljóð vikunnar er eftir Steinunni Sigurðardóttur.

Hún er fædd í Reykjavík 26. ágúst 1950. Hún tók stúdentspróf frá MR og síðar próf í sálfræði og heimspeki í Dublin á Írlandi. Steinunn bjó einnig um hríð í Svíþjóð. Hún hefur starfað sem blaðamaður og fréttamaður á útvarpi lausamaður við tímarit og sjónvarp. Nú hefur hún ritstörf að aðalstarfi og býr í Berlín. Steinunn hefur skrifað skáldsögur, smásögur, handrit að sjónvarpsleikritum. Einnig hefur hún gefið út nokkrar ljóðabækur.

Árstíðasöngl

Sumarið var ekki jún-júlí-ágúst, í nóvember.

Þá er sumarið sem einn dagur:

einn dagur gulls

þriggja tunnu demanta dagur.

Samt er sumarið ekki meira en hálfsdags ferð:

jökull í hliðarspegli,
fífa við vegkant,
ský að sigla í aflangri tjörn.

Nei, sumarið er eitt einasta skipti í mosanum,
Hálftími í hraunbolla undir bláum tindi.

Öllu heldur er það andartak: hvísl í eyra.

Eitt kvak í unga sem villtist úr hreiðri.


Steinunn Sigurðardóttir
(Orðsnilld kvenna, 1992)