Vortónleikar í Fríkirkjunni, laugardaginn 10. maí kl. 16

Kór Kvennaskólans í Reykjavík heldur vortónleika í Fríkirkjunni laugardaginn 10. maí kl. 16.00. Sungin verða lög af margvíslegum toga frá ólíkum heimshornum, ýmist með eða án undirleiks. Stjórnandi er Margrét Helga Hjartardóttir og píanóleikari á tónleikunum er Ólöf Jónsdóttir. Auk þess leikur Þórður Jóhannesson á gítar með kórnum og Andri Björn Róbertsson syngur einsöng. Gestakór tónleikanna verður Kór Iðnskólans í Reykjavík undir stjórn Kristínar Þóru Haraldsdóttur.

Allir hjartanlega velkomnir - ókeypis aðgangur! Kaffisala á vegum kórsins verður í matsal skólans eftir tónleika.

Sjá nánar á www.korkvennaskolans.bloggar.is þar sem einnig má t.d. lesa um nýafstaðið kóramót framhaldsskólakóra sem haldið var í Flensborgarskólanum 19. apríl síðastliðinn.