Morgunverður í frönskutíma

2H í frönsku 1C05 byrjaði Epladaginn síðasta fimmtudag á girnilegum frönskum morgunverði með heitum "pains au chocolat", ilmandi "baguettes" með smjöri, sultu og fleira góðmeti. Með þessu var drukkið kakó og kaffi. Skiptineminn, Alice Demurtas frá Sardeníu, bragðaði í fyrsta sinn flatbrauð með hangikjöti sem nemendur útbjuggu handa henni. Stjórn nemendafélagsins færði okkur rauð epli frá Frakklandi og Alice  hélt kynningu um fjölskyldu sína og heimahaga.