Liðsauki í náms- og starfsráðgjöf

Malla Rós Ólafsdóttir, nemi í náms- og starfsráðgjöf við Félags- og mannvísindadeild HÍ, verður í starfsþjálfun í Kvennaskólanum á vorönn 2010. Hún mun starfa með námsráðgjöfum skólans og taka virkan þátt í þeirri þjónustu sem náms- og starfsráðgjöfin hefur upp á að bjóða. Malla Rós, sem útskrifaðist frá Kvennaskólanum vorið 2006, er boðin innilega velkomin til starfa.