Íþróttaskóli ársins og Peysufatadagur - Myndir

Miðvikudaginn 21. apríl var Peysufatadagur Kvennaskólans, en það eru nemendur í þriðja bekk sem taka þátt í honum. Við það tækifæri afhenti  menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, nemendum verðlaunabikar vegna þess að skólinn er Íþróttaskóli ársins 2010 á meðal framhaldsskóla. Á meðfylgjandi mynd eru Ingibjörg Guðmundsdóttir skólameistari, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og  Ragnheiður Eyjólfsdóttir formaður íþróttanefndar Kvennaskólans sem tók á móti bikarnum fyrir hönd skólans.
 
Myndir frá Peysufatadeginum eru á heimasíðu skólans og það er hægt að skoða þær með því að smella hér.