Söngmaraþon

Kór Kvennaskólans í Reykjavík mun þreyta 18 klukkutíma söngmaraþon í skólanum frá kl. 21.00 föstudaginn 16. mars til kl. 15.00 laugardaginn 17. mars. Sungið verður allan tímann, ýmist allur kórinn eða minni hópar. Áheitum hefur verið safnað síðustu daga og enn er hægt að leggja málefninu lið með því að hafa samband við skrifstofu skólans eða kórfélaga. Gestir eru velkomnir í heimsókn frá 21.00-23.00 á föstudagskvöld og frá 09.00-15.00 á laugardag. Maraþonið er liður í fjáröflun kórsins fyrir söngferð til Madrídar á Spáni í byrjun júní nk.

Á myndinni má sjá hluta kórsins í mars á síðasta ári á góðri stundu í London.