Kórinn í Madrid

Kór Kvennaskólans er nú í Madrid og gengur ferðin mjög vel. Veðrið hefur verið með besta móti, sól og blíða alla vikuna. Kórinn hefur sungið víða en hápunktur ferðarinnar var miðvikudagskvöldið 6. júní þegar kórinn hélt tónleika í kirkjunni "San Jerónimo el Real" sem þekkt er fyrir góðan hljómburð. Tónleikarnir gengu mjög vel og var kórnum fagnað innilega af tónleikagestum. Nánar má lesa um tónleikana og Madridarferðina á bloggsíðu kórsins: www.korkvennaskolans.bloggar.is.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónleikunum og í stórskemmtilegri skoðunarferð um Madrid undir leiðsögn Kristins R. Ólafssonar.