Gunnar Húni áfram í efnafræðikeppni

Áfram Kvennó!

Gunnar Húni Björnsson í 3NF tók þátt í undankeppni Landskeppninnar í efnafræði hér í skólanum og komst áfram. Hann mun taka þátt í úrslitakeppni í HÍ í byrjun mars og freista þess að komast á 46. alþjóðlegu Ólympíukeppnina í efnafræði sem haldin verður í Hanoi í Víetnam dagana 20.-29. júlí.

Gangi þér vel Gunnar Húni J