Hjólað í skólann

Kvennó tekur þátt í hvatningarátaki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Hjólað í vinnuna sem stendur yfir dagana 4.-24. maí. Mikil stemmning er í starfsfólki en einnig hefur skólinn hvatt nemendur til að hjóla í prófin. Í upphafi átaksins bauð Haukur Svavarsson íslenskukennari starfsmönnum skólans upp á skoðun á hjólum þeirra svo að þeir geti hjólað áfallalaust í skólann næstu þrjár vikurnar.