Lið Kvennaskólans í aðra umferð Gettu Betur

Nú í vikunni keppti lið Kvennaskólans við lið framhaldsskóla Vestmannaeyja í fyrstu umferð Gettu Betur, spurningakeppni Rásar 2 í Ríkisútvarpinu. Lið Kvennaskólans skipa Einar Geirsson, Einar Óli Guðmundsson og Árni Geir Úlfarsson en þeir eru allir nemendur í 4NS. Það er skemmst frá því að segja að strákarnir báru sigurorð af keppinautum sínum og tryggðu sér sæti í annarri umferð.
Mánudaginn 23. janúar kl. 20.30 mætir lið Kvennaskólans síðan liði MH í annarri umferð og verður hægt að fylgjast með viðureigninni í beinni útsendingu á Rás 2.