Góður árangur í Þýskuþraut

Dagur Þórðarson í 2. NB var í hópi þeirra nemenda sem fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í Þýskuþrautinni í ár en hann lenti í 5. sæti. Félag Þýskukennara á Íslandi stendur árlega fyrir Þýskuþraut sem opin er þýskunemendum í öllum framhaldsskólum landsins og keppa nemendur þar í hinum ýmsu færniþáttum þýskunnar. Við óskum Degi hjartanlega til hamingju með frábæra frammistöðu.