Vel heppnuð Parísarferð

Nemendur og kennarar í Parísaráfanganum voru sæl og ánægð með vel heppnaða fimm daga ferð til Parísar um daginn. Það var mikið skoðað í borginni fögru, mikið gengið og bragðað á ýmsu góðgæti. Bakaríin slógu í gegn og nemendum þótti maturinn almennt góður þannig að goðsögnin um franskan mat var sannreynd.


Allir létu nemendur reyna á frönskukunnáttu sína í ferðinni, t.d. þegar þeir unnu verkefni í minni hópum sem m.a. fólust í því að taka viðtöl við Parísarbúa, sem og í almennum daglegum samskiptum. Fyrir flestum ef ekki öllum opnaði ferðin fyrir víðari sýn á tilgang og gagnsemi þess að læra nýtt tungumál.
Sjá nánar á blogginu: http://kvennoparis2013.unblog.fr/


Það eru fleiri myndir úr Parísarferðinni HÉR