Ljóðskáld vikunnar er Hannes Hafstein (1861-1922)

Hannes Þórður Hafstein fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann lauk stúdentsprófi 1880 og lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1886. Var settur sýslumaður í Dalasýslu 1886 og landshöfðingjaritari 1889. Varð sýslumaður og bæjarfógeti á Ísafirði 1896 - 1904 en varð þá skipaður fyrsti ráðherra Íslands. Bankastjóri Íslandsbanka 1909 - 1912 og og aftur ráðherra 1912-1914 og bankastjóri 1914-1917. Sat á alþingi 1901-1917. Ritstjóri Verðandi 1882 og foringi Heimastjórnarflokksins 1901-1912. Ljóðasafn Hannesar (Ljóð og laust mál) var útg. 1968.

Blessuð sólin elskar allt

Blessuð sólin elskar allt,
allt með kossi vekur,
haginn grænn og hjarnið kalt
hennar ástum tekur.

Geislar hennar út um allt,
eitt og sama skrifa
á hagann grænan, hjarnið kalt:
himnesk er að lifa!

Hannes Hafstein
(Ljóð og laust mál, 1968)