Eplavikan 17.- 21. nóvember

Hin viðburðarríka eplavika stendur nú yfir í Kvennaskólanum.  Dagskrá hennar er fjölbreytt að venju.  Saga Garðars skemmti í matsalnum á mánudag og Lalli töframaður kemur og töfrar alla upp úr skónum í hádeginu á þriðjudag.

Á miðvikudaginn kemur Frikki  Dór og skemmtir.

Á fimmtudag mætir Herbert Guðmunds og flytur marga af sínum fjölmörgu slögurum í hádeginu.  Eftir hádegi 13:10 verður eplamyndin sýnd og þá fer fram eplalagakeppnin og rauðkukeppnin, sem er keppni um hver er rauðklæddastur.  Um kvöldið er svo hið vinsæla eplaball í Voafone höllinni, sem hefst kl. 22:00, þar sem Cream Sugah og Gus Gus munu skemmta.

Eplaútvarpið verður með útsendingar frá mánudegi til föstudags á eplavikan.is

Lesa má um hvers vegna byrjað var á að halda eplakvöld hér