Viðburðarík vika framundan.

Það er margt spennandi framundan hjá nemendum og kennurum í næstu viku.

Mánudaginn 27. febrúar er hefðbundinn skóladagur.

Þriðjudaginn 28. febrúar munu kennarar skólans kynna þá valáfanga sem í boði verða næsta vetur. Kynningin fer fram á 2. hæð Miðbæjarskólans. 1. bekkur mætir á kynninguna kl. 9:15 en 2. og 3. bekkur mæta kl. 10:00.  Þá verður einnig Góðgerðadagur hjá nemendum, en þá vinnur hver bekkur góðgerðastarf í samstarfi við góðgerðafélag sem þeim hefur verið úthlutað.

Miðvikudaginn 29. febrúar er Tjarnardagur en þá fellur hið hefðbundna skólastarf niður og boðið er uppá ýmis konar námskeið og fræðslu. Í ár verður boðið upp á fjölmörg ólík námskeið.  Dagurinn byrjar stundvíslega klukkan 8:30 og dagskrá er til 14:30 en hægt er að velja um 3 stutt námskeið sem standa í tvo tíma í senn, 2 hálfsdagsnámskeið eða 1 heilsdagsnámskeið.

Á fimmtudaginn 1. mars er Árshátíðardagur. Þá hittast nemendur í bekkjum og snæða morgunverð saman. Árshátíðarmyndbandið verður sýnt í opinni dagskrá á Skjánum.
Matur og skemmtun hefst kl.18:00 á Brodway. Ballið verður haldið á Nasa og byrjar það kl. 23:00.  Húsinu verður lokað kl.24:00 og ballinu lýkur kl 02:30

Á föstudaginn er frí í skólanum.