Skólasetning


Kvennaskólinn í Reykjavík verður settur mánudaginn 23. ágúst. 

Nýnemar eiga að mæta til skólasetningar í Uppsali, Þingholtsstræti 37, kl. 9.
Síðan hitta þeir umsjónarkennara sína og verður dagskrá nýnemadags fram til kl. 13 þennan dag.

Eldri nemendur, 2. - 4. bekkur, eiga að mæta til skólasetningar í Uppsali kl. 14 og hitta síðan umsjónarkennara sína. 

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst.

Stundatöflur verða sjáanlegar í Innu frá og með 17. ágúst og bókalisti er hér á heimasíðunni.