Vortónleikar kórs Kvennaskólans

Kór Kvennaskólans í Reykjavík heldur sína árlegu vortónleika í Fríkirkjunni þriðjudaginn 1. maí kl. 15.00. Á tónleikunum flytur kórinn hluta af þeirri efnisskrá sem hann er að æfa fyrir væntanlega Madridarferð 2.-10. júní nk. Dagskráin er fyrst og fremst helguð íslenskum lögum frá ýmsum tímum, m.a. þjóðlögum í fjölbreyttum útsetningum íslenskra tónskálda. Nokkrir kórfélaga leika á hljóðfæri. Stjórnandi er Margrét Helga Hjartardóttir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Eftir tónleika verður kaffisala í mötuneyti Kvennaskólans, Fríkirkjuvegi 9 og rennur ágóði hennar í ferðasjóð kórsins.
Á myndinni má sjá hluta kórsins á tónleikaæfingu í Fríkirkjunni en í kórnum eru nú 29 vaskar stúlkur.