Athugið að skráningu í sérstofu í jólaprófum lýkur föstudaginn 11. nóvember

Nemendur með greinda sértæka námserfiðleika eða kvíða þurfa að staðfesta lengri próftíma við námsráðgjafa í síðasta lagi föstudaginn 11. nóvember.

  • Litið er svo á að þeir nemendur, sem eru með greiningu, en hafa ekki skráð sig óski ekki eftir að vera í sérstofu í jólaprófum
  • Þetta á einnig við um þá nemendur sem hafa verið áður í sérstofu !
  • Aðeins þeir nemendur sem skrá sig hjá námsráðgjöfum fá að vera í sérstofu í jólaprófunum.
  • Aðeins þeir nemendur sem hafa sótt prófkvíðanámskeið í vetur fá lengri próftíma vegna prófkvíða.

    Námsráðgjafar