Lið Kvennaskólans í Reykjavík sigraði lið Menntaskólans Hraðbrautar í Gettu betur.

Lið Kvennaskólans í Reykjavík hóf keppnina af krafti með sigri á liði Menntaskólans Hraðbrautar í 1. riðli Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Kvennaskólinn í Reykjavík er með næst hæsta stigafjölda í fyrstu umferð á eftir Menntaskólanum í Reykjavík.

Nánari tímasetning á keppninni verður auglýst síðar.