Kvennó fær Miðbæjarskólann

Kvennaskólinn í Reykjavík fær Miðbæjarskólann til afnota frá og með næsta hausti.
Mennta- og menningarmálaðherra og borgarstjóri skrifuðu í dag undir yfirlýsingu um áframhaldandi samstarf ríkis og borgar í húsnæðismálum framhaldsskóla í Reykjavík til ársins 2014. Samkomulagið tryggir að leyst verður úr húsnæðisvanda þriggja skóla á tímabilinu 2011 til 2014 og verður 1.600- m.kr. varið til þess verkefnis.
Kvennaskólinn í Reykjavík hefur lengi verið starfræktur í miðborginni við þröngan húsakost. Til þess að bæta aðstöðu skólans og um leið tryggja starfsemi hans til framtíðar í miðborginni mun gamli Miðbæjarskólinn verða nýttur undir starfsemi hans. Samkomulag liggur fyrir um kaup ríkisins á 60% hlut í húsnæðinu af Reykjavíkurborg sem áfram mun eiga 40%, í samræmi við ákvæði laga um stofnkostnað opinberra framhaldsskóla. Eftir áramót hefjast framkvæmdir við endurbætur á húsnæðinu og mun það verða tilbúið undir starfsemi Kvennaskólans á nýju skólaári.
Mikil ánægja ríkir í skólanum, bæði meðal nemenda og starfsmanna, með þessa lausn á húsnæðismálum Kvennaskólans sem tryggir áframhaldandi veru skólans í miðbæ Reykjavíkur
Nokkrar myndir frá undirskriftinni í morgun fylgja hér með.
Sjá einnig frétt á vef Menntamálaráðuneytisins:
http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/5752