Kórtónleikar Selfossi

Kór Kvennaskólans hefur verið boðið að taka þátt í árlegum vortónleikum Kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands á morgun, sumardaginn fyrsta. Kór Borgarholtsskóla verður einnig gestur á tónleikunum og munu kórarnir þrír bæði koma fram hver í sínu lagi og svo saman í nokkrum lögum í lokin. Stjórnendur kóranna eru Stefán Þorleifsson (FSu), Guðlaugur Viktorsson (Borgarholt) og Margrét Helga Hjartardóttir (Kvsk). Tónleikarnir eru haldnir í FSu, Tryggvagötu 25 á Selfossi og hefjast kl. 16.00. Efnisskrá tónleikanna verður fjölbreytt, létt og skemmtileg og vel til þess fallin að fagna sumri.