Góður Tjarnardagur að baki.

Í dag 29.febrúar var Tjarnardagur hjá Kvennaskólanum í Reykjavík.  Engin hefðbundin kennsla var í skólanum en  boðið var upp á ýmis konar námskeið og fræðslu.  Á morgun er Árshátíð nemenda. Þá hittast nemendur í bekkjum og snæða morgunverð saman. Árshátíðarmyndbandið verður sýnt í opinni dagskrá á Skjánum.
Matur og skemmtun hefst kl.18:00 á Brodway. Ballið verður haldið á Nasa og byrjar  kl. 23:00. Húsinu verður lokað kl.24:00 og ballinu lýkur kl 02:30


Á föstudaginn er frí í skólanum.