Stundatöflur tilbúnar

Nú geta nemendur í 2., 3. og 4. bekk, sem hafa aðgangsorð að Innu séð stundatöfluna sína. Þeir sem hafa gleymt lykilorði sínu geta smellt á hlekkinn Gleymt lykilorð sem kemur upp þegar þeir fara í Innu af heimasíðu skólans og fá þá lykilorðið sent í tölvupósti.

Nýnemar, sem ekki hafa fengið aðgang að Innu, geta ef þeir vilja komið og sótt stundatöflur á skrifstofu Kvennaskólans að Fríkirkjuvegi 9 frá og með hádegi mánudaginn 18. ágúst. Annars munu þeir fá töflurnar afhentar við skólasetningu.