Próflok og útskrift

Nú er prófum í Kvennaskólanum þetta vorið að ljúka, útskrift stúdenta og skólaslit á næstu grösum. Það styttist í að nemendur hverfi til sumarvinnu eða á vit nýrra ævintýra eftir vetur við Tjörnina í Reykjavík sem vonandi hefur reynst öllum gagnlegur og skemmtilegur.
Síðustu prófin að þessu sinni eru miðvikudaginn 16. maí og sjúkrapróf föstudaginn 18. maí. Mikilvægt er fyrir þá sem þreyta sjúkrapróf að muna eftir vottorðunum!
Einkunnaafhending er í Uppsölum þriðjudaginn 22. maí klukkan 9:00 og prófsýning strax á eftir.
Endurtökupróf fyrir nemendur í 1., 2. og 3. bekk eru síðan miðvikudaginn 30. maí og fimmtudaginn 31. maí.
Útskrift stúdenta árið 2007 er í Hallgrímskirkju föstudaginn 25. maí klukkan 13:00. Eftir athöfnina er nýstúdentum og aðstandendum þeirra boðið í móttöku í aðalbyggingu Kvennaskólans að Fríkirkjuvegi.