Efnafræðikennarar þinga á ári efnafræðinnar

Árið 2011 er ár efnafræðinnar. Af því tilefni var norrænum efnafræðikennurum boðið að taka þátt í ráðstefnu í Stokkhólmi dagana 28. og 29. október síðastliðinn. Alls voru sex íslendingar sem sóttu ráðstefnuna þar af þrír frá Kvennaskólanum. Tveir íslensku þátttakendanna fluttu erindi. Þátttakendur voru á annað hundrað.
Á ráðstefnunni var boðið upp á fyrirlestra sem haldnir voru í Konunglegu akademíunni í Stokkhólmi og vinnustofur af ýmsu tagi í húsnæði efnafræðideildar Stokkhólmsháskóla. Þarna gafst tækifæri til að hitta kennara frá öðrum löndum og heyra af því nýjasta í efnafæðinni.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af þeim Ragnheiði, Elvu og Ásdísi efanfræðikennurum skólans.