Sinfóníutónleikar

Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð nemendum og starfsfólki Kvennaskólans á klukkustundar langa tónleika í Háskólabíói í dag. Á efnisskránni voru verk eftir Debussy, Sjostakovitsj og Ravel. Tónleikarnir voru mjög vel heppnaðir og hljómsveitin lék frábærlega eins og við var að búast undir öruggri stjórn hins unga hljómsveitarstjóra Rumon Gamba. Ekki spillti fyrir að á undan hverju verki sagði Gamba á skemmtilegan hátt sögu verksins og útskýrði hin mismunandi blæbrigði í tónlistinni. Nemendur og starfsfólk áttu þarna mjög ánægjulega stund og fögnuðu hljómsveit og hljómsveitarstjóra vel og innilega í lokin. Við þökkum Sinfóníuhljómsveit Íslands kærlega fyrir okkur:)