Viltu vera góð fyrirmynd?

Mentorverkefnið Vinátta er áfangi sem boðið er uppá hér í Kvennó. Verkefnið sem rekið er af Velferðarsjóði barna er ætlað að veita börnum á aldrinum 7-10 ára uppbyggilegan félagsskap og jákvæða fyrirmynd. Verkefnið er metið til eininga og fá mentorar greiddan útlagðan kostnað vegna dægradvalar með barninu. Framhaldsskóla- og grunnskólanemendur hittast einu sinni í viku og ráða sjálf hvernig þau verja tíma sínum saman. Allar nánari upplýsingar veitir Björk umsjónarmaður verkefnisins bjorkth@kvenno.is Einnig er hægt að mæta á opinn kynningafund föstudaginn 31. ágúst n.k. kl. 14:15 í stofu A4.
 
 
Björk Þorgeirsdóttir
Kvennaskólinn í Reykjavík
5807600/8212727
bjorkth@kvenno.is