Skólakynning

Nú er kominn sá tími að nemendur 10. bekkja eru farnir að huga að vali framhaldsskóla fyrir næsta vetur. Sést það meðal annars vel á því að mikill fjöldi nemenda heimsækir Kvennaskólann þessa dagana til að kynna sér það sem hann hefur upp á að bjóða.
Nemendur 10. bekkja og forráðamenn þeirra geta skoðað upplýsingabækling ("Skólakynningu") um skólann hér á heimasíðunni. Hægt er að skoða þessa kynningu með því að velja "Skólakynning" af valröndinni hér til hægri. Athugið að um PDF-skjal er að ræða (1.5 MB að stærð) og því þarf Acrobat Reader forritið til að skoða það. Ef skjalið opnast ekki í vafra þá er hægt að vista það með því að hægri-smella með músinni og velja "Save Target As...".