Söngsalur

Í dag var söngsalur í Kvennaskólanum og var tilefnið Evrópski tungumáladagurinn sem var laugardaginn 26. september. Safnast var saman á sal rétt fyrir hádegi og sungu nemendur og kennarar lög á ýmsum tungumálum undir styrkri stjórn Erlu Elínar Hansdóttur og Margrétar Helgu Hjartardóttur, við undirleik Harðar Áskelssonar.