Hjólað og hjólað og hjólað í skólann!

Nú stendur verkefnið Hjólað í vinnuna sem hæst en 31 starfsmaður í fjórum liðum tekur þátt fyrir hönd Kvennaskólans að þessu sinni. Í blíðviðrinu í vikunni safnaðist hópurinn saman fyrir framan Fríkirkjuveg 9 fyrir myndatöku. Eins og sjá má fengu nokkrir fákar að vera með á mynd en einnig eru nokkrir starfsmenn sem ganga í skólann í stað þess að hjóla. Það er gríðarleg stemmning á meðal starfsmanna og allir staðráðnir í að hjóla og ganga sem mest fram að lokadegi framtaksins þann 24. maí.