Kvennaskólinn í Reykjavík keppir til úrslita í Söngkeppni framhaldsskólanna.

Nú er ljóst hvaða 12 skólar keppa til úrslita í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fer á laugardagskvöldið. Voru skólarnir valdir í forvali með sms-kosningu, m.a. inni á mbl.is og með dómaravali.

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin í Vodafone höllinni laugardaginn 21. apríl.
Húsið opnar klukkan 19.00 og verður söngkeppnin í beinni útsendingu á RÚV frá kl. 20.30. Salurinn lokar kl 20:05 fyrir útsendinguna sjálfa.
The Blue Beebers verða fulltrúar Kvennaskólans í Reykjavík í söngkeppninni en það eru þau Björk Úlfarsdóttir, Laufey María Jóhannsdóttir, Rögnvaldur Konráð Helgason, Sigurður Bjarki Hlynsson, Agnes Eyja Gunnarsdóttir og Brynja Kristinsdóttir.

Miðaverð verður kr. 3.000 í forsölu og 3.500 eftir að henni lýkur 20. apríl. Miðar verða seldir á www.dilar.is og hefst hún miðvikudaginn 18. apríl. (miðinn kostar þar 2990). 

Eftir söngkeppnina verða tónleikar, en þar munu spila: Retro Stefson, Úlfur Úlfur, MC Gauti, Sykur og Benni B-ruff þeytir skífum.