Útskrift stúdenta

Föstudaginn 19. desember var 21 stúdent útskrifaður frá Kvennaskólanum við hátíðlega  athöfn í Fríkirkjunni. Kór Kvennaskólans söng og nýstúdent Guðmundur Helgi Eggertsson flutti ávarp.  Einnig lék Ársæll Másson stærðfræðikennari einleik á gítar.
Veitt voru verðlaun fyrir góðan námsárangur. Efst á stúdentsprófi og dúx hópsins er Sólveig Gísladóttir og hlaut hún verðlaun úr Minningarsjóði frú Þóru Melsteð, stofnanda Kvennaskólans í Reykjavík. Sólveig hlaut einnig verðlaun í þýsku frá þýska sendiráðinu og í íslensku úr Móðurmálssjóði. Guðmundur Helgi Eggertsson hlaut söguverðlaunin úr verðlaunasjóði frk. Ragnheiðar Jónsdóttur. Hann hlaut einnig viðurkenningu fyrir stjórnarstörf í nemendafélaginu Keðjunni. 
Skólinn sendir nýstúdentum heillaóskir. Megi gæfa og velgengni fylgja hópnum á nýjum vettvangi.

Myndir