Hádegisverður í Frönsku 503

Nemendur í Frönsku 503 gerðu sér glaðan dag föstudaginn 21. nóvember þegar þeir gerðu franskri matargerð góð skil undir handleiðslu Margrétar Helgu frönskukennara. Allir útbjuggu franskan rétt heima hjá sér og komu með í tíma. Úr varð ljúffengur franskur hádegisverður sem heppnaðist einstaklega vel. Nemendur létu ekki þar við sitja og buðu í mat til sín Ingibjörgu skólameistara og Grétari fagstjóra í frönsku. Hægt er að sjá myndir frá hádegisverðinum með því að smella hér.