3H í leikskólaheimsókn

Nemendur í 3H hafa verið að læra ýmislegt um máltöku barna í íslensku. Miðvikudaginn síðastliðinn heimsóttu þeir síðan leikskólann Seljaborg og unnu þar verkefni með nokkrum börnum þar sem ýmis atriði tengd máltöku voru til athugunar. Heimsóknin vakti mikla lukku, bæði hjá nemendum Kvennaskólans og leikskólabörnunum á Seljaborg