Í dag 24. nóvember er epladagurinn í Kvennaskólanum haldinn hátíðlegur.

Nemendur og starfsmenn fengu epli frá nemendafélaginu og margir klæddust rauðu í tilefni dagsins. Epladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Kvennaskólanum í Reykjavík síðan 1921. Ýmsislegt hefur verið sér til gamans gert í skólanum í vikunni og skemmtidagskrá í Uppsölum á Epladaginn sjálfan. Nemendur bjóða umsjónarkennurum sínum út að borða í kvöld og síðan verður hið vinsæla Eplaball haldið í Súlnasal Hótels Sögu. Nemendur fá leyfi í fyrsta tíma á morgun og byrjar kennsla kl 9:20.