Skólameistarar Kvennaskólans

Í síðustu könnun á heimasíðu Kvennaskólans var spurt hver hefði verið skólameistari næst á undan Ingibjörgu S. Guðmundsdóttur núverandi skólameistara.
Meirihluti (64.32%) svaraði réttilega að það hefði verið Aðalsteinn Eiríksson. 15.96% töldu að það hefði verið Guðrún P. Helgadóttir, 13.15% að það hefði verið Þóra Melsteð og 6.75% að það hefði verið Ragnheiður Jónsdóttir.
Skólameistarar Kvennaskólans frá upphafi eru eftirfarandi:
Þóra Melsteð 1874-1906
Ingibjörg H. Bjarnason 1906-1941
Ragnheiður Jónsdóttir 1941-1959
Guðrún P. Helgadóttir 1959-1982
Aðalsteinn Eiríksson 1982-1998
Ingibjörg S. Guðmundsdóttir 1998-?