NÁTT 113 ferð

Þriðjudaginn 31. okt. fóru fyrstaársnemendur á náttúrufræðabraut í ferð um Þingvelli, Grafning og niður að sjó við Ölfusárósa. Ferðin tengdist námi í áfanganum Nátt 113 sem fjallar einkum um jarðfræði. Hvergi í heiminum eru eins góðar aðstæður og hér til að skoða flekaskil á þurru landi og fór hópurinn því og skoðaði einkenni þeirra og önnur jarðfræðileg undur í afbragðsgóðu haustveðri. Svona ferðir eru mikilvægur hluti námsins og þyrfti námskrá framhaldsskólans að gera betur ráð fyrir því að hægt sé að fara út og skoða það sem fjallað er um í bókinni inni í skólastofunni. Nemendur voru kátir og glaðir í góða veðrinu og ekki komu allir þurrir heim í fæturna eftir heimsókn í fjöruna.
Myndir úr ferðinni eru komnar á heimasíðu skólans undir Myndir.