Budapest

Dagana 20. til 24. október dvöldu 25 starfsmenn skólans ásamt 19 mökum í Budapest.
Fararstjóri var Lilja Hilmarsdóttir þýskukennari.
Þetta var fræðslu- og skemmtiferð.
Farið var í tvær skólaheimsóknir:
Kodály Zoltán chorus school er kórskóli fyrir nemendur á aldrinum 6-18 ára. Í þeim skóla er bæði söngkennsla og bóklegt nám. Var áhrifaríkt að upplifa söngkennsluna í þessum skóla.
Fazekas Mihály practising primary school and gimnazium er bóknámsskóli fyrir nemendur 6-18 ára. Þetta er eftirsóttur skóli, sá besti í borginni að sögn nemenda. Þarna er lögð mikil áhersla á stærðfræði- og raungreinakennslu. Skólinn var mjög vel búinn og nemendurnir greinilega vel agaðir en þó ekki bældir. 23. október 1956 hófst uppreisnin í Ungverjalandi og minnast Ungverjar hennar árlega. Í skólanum var sérstök athöfn á sal af þessu tilefni. Þar voru m.a. sýndar myndir frá uppreisninni.    
Sunnudaginn 23. október voru almenn hátíðarhöld í borginni vegna uppreisnarinnar 1956.
Farið var í skoðunarferðir bæði um borgina og til Szentendre, siglt á Dóná, farið í kirkjur og kastala, verslað og lífsins notið.
Sérstakar þakkir til Lilju fyrir gott skipulag á frábærri ferð.