Heimsókn frá Danmörku

Í þessari viku eru 14 danskir nemendur og 2 kennarar í heimsókn í Kvennó. Þau eru hjá 2T. Í gær fóru þau á Gullfoss og Geysi og á morgun fara þau til Nesjavalla.
Að sjálfsögðu tökum við vel á móti þessum góðu gestum og vonum að dvöl þeirra verði ánægjuleg.

Myndin hér til hliðar er frá Sønderborg en þaðan eru hinir dönsku gestir okkar.