Kvenskælingar dimmitera

Í gær mættu fjórðubekkingar í Kvennó í skólann í síðasta skipti fyrir próf og í dag er dimmisjón. Krakkarnir héldu skemmtun í skólanum þar sem þau sungu, dönsuðu og kvöddu kennarana sína með gjöfum. Hinar ýmsu furðuverur og teiknimyndafígúrur koma svo til með að sjást á rölti í Þingholtunum í dag. Gleðilega dimmisjón Kvenskælingar!

Stubbarnir Þorvaldur, Sindri og Vala

Mexíkanar úr 4T

Klapptýrurnar úr 4NL

Stubbar í öllum litum.

Pókemonfígúrur úr 4FU

Mexíkanarnir þakka Margréti Helgu frönskukennara fyrir samleiðina

Villi spæta var klónaður af 4NS

Keilurnar úr 4NÞ kveðja Raggý efnafræðikennara