Sigur í Morfís

Ræðulið Kvennaskólans mætti liði Flensborgarskólans úr Hafnarfirði í 16-liða úrslitum Morfís þann 25. nóvember síðastliðinn og fór með glæstan og öruggan sigur af hólmi.  Keppnin fór fram í Uppsölum og hlaut lið Kvennaskólans 1472 stig á meðan Flensborgarskólinn fékk 931.  Lið Kvennaskólans var skipað eftirfarandi:
Liðsstjóri: Oddur Ævar Gunnarsson, 1.F
Frummælandi: Helgi Guðmundur Ásmundsson, 3.NL
Meðmælandi: Óli Björn Karlsson, 4.FS
Stuðningsmaður: Baldur Eiríksson, 4.FU

Baldur Eiríksson var valinn ræðumaður kvöldsins, en hann fékk 594 stig.